31.3.2011 | 13:57
Vormótið 2 umferð.
Önnur umferð Vormóts Taflfélags Vestmannaeyja byrjaði í gærkvöldi. Einni skák var frestað þar sem veikindi hrjá grunnskólabörn í Vestmannaeyjum þessa dagana.
Aðrar skákir fóru þannig að Björn Ívar sigraði Daða Stein í stuttri skák, þar sem Daði Steinn lenti strax í ógöngum. Karl Gauti vann Róbert Aron, Sigurður vann Hafdísi og Nökkvi sigraði Sverri í lengstu skák umferðarinnar. Skák Eyþórs og Jörgens var frestað.
Daði Steinn - Björn Ívar ... 0 - 1
Sverrir - Nökkvi ................ 0 - 1
Róbert A. - Karl Gauti ....... 0 - 1
Hafdís - Sigurður .............. 0 - 1
Eyþór Daði - Jörgen Freyr FRESTAÐ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.