Vormót TV hófst í gær

Fyrsta umferð Vormóts TV var tefld í gær. Einungis 10 keppendur skráðu sig og verður það að teljast frekar slök þátttaka. Ákveðið var því að fækka umferðum niður í 5 og verður einungis teflt á miðvikudögum.

Úrslit gærdagsins voru öll eftir bókinni og voru flestar skákirnar búnar á fyrsta klukkutímanum.
Mest spennandi skák umferðarinnar var skák Sigurðar og Sverris, þar sem Sigurður átti góða möguleika en gafst síðan upp þegar staðan var örlítið verri. Hefði mátt tefla áfram í þeirri stöðu.

Einni skák var frestað og verður hún tefld í kvöld eða á morgun - pörun kemur strax í kjölfarið.

úrslit 1. umferðar

 

NamePtsRes.PtsName
Bjorn-Ivar Karlsson01  -  00Robert Aron Eysteinsson
Sigurdur A Magnusson00  -  10Sverrir Unnarsson
Nokkvi Sverrisson01  -  00Eythor Dadi Kjartansson
Jorgen Freyr Olafsson00  -  10Dadi Steinn Jonsson
Karl Gauti Hjaltason0-0Hafdis Magnusdottir

chess-results


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband