Nökkvi með brons á Norðurlandamótinu í Ósló !

Sjöttu og síðustu umferð Norðurlandamótsins í skólaskák lauk í kvöld í Osló.

Nökkvi gerði jafntefli í lokaumferðinni gegn Jani Ahvenjarvi Finland (2066). Hann endaði með 4 vinninga og tryggði sér 3. sætið í mótinu sem er glæsilegur árangur! Eftir tap í fyrstu umferð setti Nökkvi í fluggírinn og tapaði ekki skák eftir það.

1. Philip Lindgren Svíþjóð (2091) 0
2. Pætur Poulsen Færeyjar (1247) 1
3. Örn Leó Jóhannsson Ísland (1854) 0,5
4. Erlend Kyrkjebø Noregur (1966) 1
5. Jonathan Westerberg Svíþjóð (2227) 1
6. Jani Ahvenjarvi Finland (2066) 0,5

Nökkvi setti stöðuna í mótinu í loft upp í morgun þegar hann lagði stigahæsta keppandann, Jonathan Westerberg, frá Svíþjóð sem er með 2227. Sá hafði unnið allar skákirnar þangað til. 

Nú stendur yfir verðlaunaafhending þar sem Nökkvi tekur við bronsinu. Frábær árangur og með þessu er Nökkvi fyrsti Eyjamaðurinn sem tryggir sér verðlaun í aðalkeppni á Norðurlandamóti í skólaskák. Það fer ekki á milli mála að hér er grimmdin og vinnan sem Nökkvi lagði upp með fyrir mótið að skila sér.

 Taflfélag Vestmannaeyja óskar Nökkva innilega til hamingju með árangurinn!

-BÍK & KGH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband