Björn Ívar Vestmannaeyjameistari 2011

 8. umferð Skákþingsins fór fram í kvöld.

Sigurður hafði hvítt á Björn Ívar og tefldi nokkuð óvenjulega leið gegn Sikileyjarvörn svarts. Svartur fékk snemma biskupaparið gegn riddarapari svarts en þurfti að reyna að opna stöðuna til þess að virkja biskupana. Hvítur fór þá heldur geist af stað með riddarana sína og stóðu þeir höllum fæti á miðborðinu þar sem þeir völduðu hvorn annan. Svartur hótaði að vinna annan riddarann og þurfti hvítur þá að gefa þá báða fyrir einn hrók. Með biskupaparið í opinni stöðu vann svartur svo örugglega.

Nökkvi hafði hvítt á Sverri sem tefldi Najdorf-afbrigðið. Fljótlega kom upp hið hvassa Gautaborgar-afbrigði þar sem svartur fær góðan reit á e5 fyrir riddara en hvítur opna f-línu og nokkuð virka menn. Svartur hrókaði langt og færði hvítur alla mennina yfir á drottningarvænginn þar sem þeir stóðu ógnandi. Hvítur átti nokkrar vænlegar sóknarleiðir í framhaldinu en kaus að gefa skiptamun með von um að vinna mann til baka í framhaldinu. Svartur átti þá möguleika að halda skiptamuninum vegna máthótunar en sást yfir það og fór út í stöðu manni undir vegna yfirsjónar. Svartur gafst þá strax upp. Með sigrinum gerði Nökkvi út um vonir Sverris að jafna Björn Ívar, sem hefur 2 vinninga forskot fyrir síðustu umferð og hefur þegar tryggt sér titilinn.

Sigurjón hafði hvítt á Kristófer sem tefldi Bogo-indverska vörn. Hvítur byggði stöðuna rólega upp en svartur jafnaði taflið eftir að hafa leikið c5 í miðtaflinu. Mikil uppskipti urðu í framhaldinu og sömdu keppendur um jafntefli í jafnri stöðu.

Einar hafði hvítt á Þórarinn Inga og tefldu þeir spánska leikinn. Hvítur fékk snemma rýmra tafl og átti svartur erfitt með að virkja biskupinn sinn sem stóð á b7. Biskupinn var seinna leppaður vegna stöðu svarts hróks á b8 og hvítur braust þá í gegn á miðborðinu. Hann fékk mjög öflugan riddara á e4 sem hoppaði á d6 og batt svörtu mennina niður. Eftir drottningaruppskipti hafði hvítur mjög hættulegt frípeð auk þess að vinna einnig eitt af peðum svarts. Hvítur innbyrti svo sigurinn af öryggi.

Stefán átti að mæti Eyþóri en þar sem Eyþór mætti ekki til leiks var Stefáni dæmdur sigur.

Daði Steinn hafði hvítt á Hafdísi frænku sína og fékk snemma mun rýmra tafl og virkari menn. Hafdísi sást þá yfir máthótun snemma í miðtaflinu sem hvítur nýtti sér og mátaði svarta kónginn á e8.

Tómas hafði hvítt á Róbert og tefldu þeir rólegt afbrigði spánska leiksins. Mikil uppskipti urðu í byrjuninni en staðan var nokkuð róleg þegar báðir keppendur hófu aðgerðir á kóngsvæng. Tómas varð þá á yfirsjón og tapaði drottningunni klaufalega. Róbert vann örugglega í framhaldinu.

Jörgen hafði hvítt á Gauta sem tefldi Sikileyjarvörn. Gauti vann snemma tvö peð en hvítur hafði smá spil sem hann nýtti sér ekki til fullnustu. Gauti innbyrti sigurinn af öryggi.

Næsta umferð fer fram á sunnudagskvöldið n.k. kl. 19.30. Fyrir hana hefur Björn Ívar, eins og áður sagði, tryggt sér sigurinn. Næstir eru jafnir feðgarnir Sverrir og Nökkvi og verður spennandi að sjá hvort annar þeirra nær að tryggja sér 2. sætið en þeir eru í harðri baráttu við Sigurjón og Einar sem eru hálfum vinningi á eftir þeim.

úrslit 8. umferðar  
    
Bo.NafnÚrslitNafn
1Sigurdur A Magnusson0  -  1Bjorn-Ivar Karlsson
2Nokkvi Sverrisson1  -  0Sverrir Unnarsson
3Sigurjon Thorkelsson½  -  ½Kristofer Gautason
4Einar Gudlaugsson1  -  0Thorarinn I Olafsson
5Eythor Dadi Kjartansson-  -  +Stefan Gislason
6Dadi Steinn Jonsson1  -  0Hafdis Magnusdottir
7Tomas Aron Kjartansson0  -  1Robert Aron Eysteinsson
8Jorgen Freyr Olafsson0  -  1Karl Gauti Hjaltason


Staðan eftir 8. umferð   
     
SætiNafnStig ViBH.
1Bjorn-Ivar Karlsson221137
2Sverrir Unnarsson192639
3Nokkvi Sverrisson178737½
4Sigurjon Thorkelsson2039540
5Einar Gudlaugsson1937537½
6Stefan Gislason168537½
7Dadi Steinn Jonsson159031½
8Robert Aron Eysteinsson135526½
9Thorarinn I Olafsson1697435½
10Karl Gauti Hjaltason1545428½
11Kristofer Gautason1679427½
12Sigurdur A Magnusson137530½
13Eythor Dadi Kjartansson1265226
14Hafdis Magnusdottir0225½
15Jorgen Freyr Olafsson1140225
16Tomas Aron Kjartansson1010½27


Pörun 8. umferðar    
      
Bo.NafnViÚrslitViNafn
1Kristofer Gautason4 Bjorn-Ivar Karlsson
2Sverrir Unnarsson 5Einar Gudlaugsson
3Thorarinn I Olafsson4 Nokkvi Sverrisson
4Hafdis Magnusdottir2 5Sigurjon Thorkelsson
5Robert Aron Eysteinsson 4Karl Gauti Hjaltason
6Jorgen Freyr Olafsson2 Dadi Steinn Jonsson
7Stefan Gislason ½Tomas Aron Kjartansson
8Eythor Dadi Kjartansson2 Sigurdur A Magnusson

chess-results

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband