Björn Ívar með örugga forystu á Skákþinginu eftir 6. umferð

 6. umferð Skákþingsins fór fram í kvöld. Efstu keppendur mættust allir og var búist við hörku baráttu. Umferðin stóð hins vegar ekki alveg undir væntingum og voru skákirnar í daufari kantinum.

Einar hafði hvítt á Björn Ívar sem tefldi rólegt afbrigði tískuvarnar. Einar nýtti tækifæri sín ekki vel í byrjuninni og gaf Birni kost á að loka stöðunni og skorða peðin á þeim reitum sem hentuði honum. Hvítur hafði lítið spil í framhaldinu og þegar ljóst var að hann væri dæmdur til þess að bíða eftir sókn svarts þá brá hann á það ráð að fórna manni fyrir óljósar bætur. Björn tefldi vel í framhaldinu og innsiglaði sigurinn með nokkrum nákvæmum varnarleikjum.

Sigurjón hafði hvítt gegn Sverri sem tefldi einnig tískuvörn. Staðan var nokkuð lokuð, peðastaðan samhverf og litlir möguleikar á gegnumbrotum. Eftir að báðir keppendur höfðu komið liði sínu á framfæri sömdu þeir um jafntefli í hnífjafri stöðu.

 Nökkvi hafði hvítt á Róbert sem fékk snemma mjög þrönga og óþægilega stöðu eftir að hafa brugðist óvenjulega við skoska leik hvíts. Nökkvi tók hárrétta ákvörðun í miðtaflinu og skipti upp á biskup sínum gegn riddara svarts og skildi svartan eftir með mjög slæman biskup gegn riddara hvíts. Hvítur vann í framhaldinu peð og skákina í framhaldinu af öryggi.

Þórarinn Ingi hafði hvítt á Sigurð sem tefldi Chigorin-vörn. Staðan sem upp kom var fremur óvenjuleg þar sem hvítur eyddi töluverðum tíma í tilfæringar á hvítreita biskup sínum. Svartur var ekki nógu fljótur að nýta sér tempóin sem hann vann og hvítur var á undan í sókn. Þórarinn fórnaði svo skemmtilega skiptamun sem hann vann margfalt til baka og að lokum drottningu svarts sem gafst þá upp.

Stefán hafði hvítt á Gauta og tefldist drottningapeðsbyrjun. Staðan var frekar þung og valdi hvítur rólega stöðubaráttu í stað þess að brjótast strax í gegn. Gauti varðist vel og eftir uppskipti á hrókum var lítið eftir í stöðunni og keppendur sömdu um jafntefli.

Daði Steinn hafði hvítt á Eyþór og tefldu þeir ítalska leikinn. Daði Steinn vann snemma nokkur peð eftir ónákvæmni svarts og í framhaldinu mann og innbyrti sigurinn af öryggi eftir það.

Jörgen átti að hafa hvítt gegn Hafdísi en þar sem hann mætti ekki féll hann á tíma og Hafdís vann.

Tómas hafði hvítt á Kristófer sem tefldi Petroffs-vörn. Snemma urðu mikil uppskipti á mönnum og upp kom miðtafl sem var örlítið betra á svart en þar sem mislitir biskupar voru á borðinu var erfitt fyrir svartan að gera sér neitt mat úr því. Tómas tefldi mjög vel í framhaldinu og Kristófer þurfti á tímabili að passa sig þegar kóngur hvíts var kominn á f6. Skákin endaði með jafntefli skömmu síðar. Fín skák hjá Tómasi.

Úrslit 6. umferðar    
      
Bo.NafnVÚrslitVNafn
1Einar Gudlaugsson30  -  15Bjorn-Ivar Karlsson
2Sigurjon Thorkelsson½  -  ½4Sverrir Unnarsson
3Nokkvi Sverrisson31  -  03Robert Aron Eysteinsson
4Thorarinn I Olafsson1  -  0Sigurdur A Magnusson
5Stefan Gislason½  -  ½Karl Gauti Hjaltason
6Dadi Steinn Jonsson1  -  01Eythor Dadi Kjartansson
7Jorgen Freyr Olafsson2-  -  +1Hafdis Magnusdottir
8Tomas Aron Kjartansson0½  -  ½2Kristofer Gautason


Staðan eftir 6. umferðir   
     
SætiNafnStigViBH.
1Bjorn-Ivar Karlsson2211621½
2Sverrir Unnarsson192622
3Sigurjon Thorkelsson2039424
4Nokkvi Sverrisson1787416½
5Thorarinn I Olafsson169720
6Dadi Steinn Jonsson159018
7Stefan Gislason1685323
8Einar Gudlaugsson1937322
9Robert Aron Eysteinsson1355317
10Karl Gauti Hjaltason1545315½
11Sigurdur A Magnusson137517
12Kristofer Gautason167915
13Jorgen Freyr Olafsson1140213
14Hafdis Magnusdottir0212½
15Eythor Dadi Kjartansson1265116½
16Tomas Aron Kjartansson1010½14½

Næsta umferð fer fram á miðvikudaginn kl. 19:30


Pörun 7. umferðar

Bo.NafnViÚrslitViNafn
1Bjorn-Ivar Karlsson6 4Nokkvi Sverrisson
2Sverrir Unnarsson Dadi Steinn Jonsson
3Thorarinn I Olafsson 4Sigurjon Thorkelsson
4Karl Gauti Hjaltason3 3Einar Gudlaugsson
5Robert Aron Eysteinsson3 3Stefan Gislason
6Kristofer Gautason 2Jorgen Freyr Olafsson
7Sigurdur A Magnusson ½Tomas Aron Kjartansson
8Hafdis Magnusdottir2 1Eythor Dadi Kjartansson

mótið á chess-results

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband