Skákþing - Björn Ívar með vinningsforskot eftir 5. umferðir

  Í kvöld fór 5. umferð Skákþingsins fram.  Björn Ívar og Stefán mættust í mjög athyglisverðri skák. Stefán hefur verið að tefla mjög skemmtilega í mótinu og hikar ekki við að fórna liði ef tækifæri gefst. Svo varð einnig raunin í þessari skák þar sem Stefán fórnaði snemma manni fyrir 3 peð og það sem virtust vera nokkuð góð sóknarfæri.  Honum yfirsást hins vegar varnarleikur sem leiddi til uppskipta og stöðu sem var mjög vænleg fyrir hvítan.  Björn innbyrti vinninginn svo nokkuð örugglega.

  Sverrir og Þórarinn Ingi mættust og snaraði Sverrir fram kóngsbragði venju samkvæmt.  Eitthvað virtist Þórarinn Ingi hafa legið yfir fræðunum því hann kom með mjög skemmtilega tilraun til þess að refsa kóngsstöðu hvíts.  Vakti skákin talsverða athygli manna sem vildu frekar fylgjast með henni heldur en eigin skákum.  Sennilega yfirsást Þórarni eitthvað í byrjuninni því Sverrir fékk nokkuð frjálsar hendur til þess að koma liði sínu á framfæri þrátt fyrir að þurfa að "hróka með höndunum". Sterkt miðborð og öflug staðsetning manna hvíts urðu svo til þess að vörnin reyndist svörtum of erfið og Sverrir vann.

  Daði Steinn og Sigurjón áttust við og tefldi Sigurjón Caro-Kann.  Daði Steinn tefldi af mikilli festu og uppskar jafnt endatafl.  Sigurjón hóf þá mikið "svæðanudd" í hróksendatafli og framkallaði örlitla peðaveikleika í stöðu hvíts.  Sýndi hann þar mikla seiglu í stöðu þar sem flestir hefðu sæst á jafntefli.  Vörnin reyndist Daða Steini erfið þar sem hann hleypti kóngi svarts of langt inn í stöðu sína og með smekklegri fórn tókst Sigurjóni að innbyrða vinninginn.

  Einar og Nökkvi tefldu spennandi skák í þekktri leið í Najdorf-afbrigðinu.  Einar vann peð eftir örlitla yfirsjón Nökkva og uppskar mjög öflug sóknarfæri.  Hann fórnaði svo manni en valdi vitlaust framhald og í stað þess að fá upp unnið tafl einfaldaðist staðan.  Upp kom endatafl þar sem Nökkvi hafði hrók, riddara og biskup gegn tveimur hrókum auk peða.  Kóngsstaða svarts var nokkuð veik og erfitt fyrir hann að nýta sér liðsmuninn.  Sættust keppendur því á jafntefli.

  Róbert tefldi skoska-bragðið gegn Jörgen Frey og uppskar betri stöðu eftir byrjunina.  Jörgen varðist vel og þrátt fyrir að hafa glatað hrókunarréttinum hélt hann stöðunni saman.  Þá sást honum yfir sniðuga leið Róberts sem vann hrók og skákina í kjölfarið.

  Gauti og Kristófer áttust við í skák þar sem Kristófer tefldi Petroffs-vörn.  Hann fékk biskupaparið og örlítið betri stöðu út úr byrjuninni en í stað þess að opna taflið og nýta mátt biskupana lokaðist staðan og Gauti fékk sóknarfæri á kóngsvæng. Þegar mesta fjörið var að færast í skákina slíðruðu keppendur sverðin og sömdu um jafntefli.  Friðsamir feðgar.

  Hafdís og Sigurður mættust og tefldur var ítalski leikurinn.  Hafdís hefur bætt sig allt frá byrjun móts og teflir betur með hverri umferðinni sem líður.  Hún mætti hins vegar ofjarli sínum í þessari skák þar sem Sigurður vann lið í miðtaflinu eftir nokkuð jafna byrjun, og innsiglaði sigurinn með mátsókn.

  Bræðurnir Eyþór og Tómas mættust í þessari umferð. Tómas hefur lítið teflt að undanförnu og nýtti Eyþór sér þar með því að leggja nokkrar illkvittnislegar gildrur fyrir bróður sinn.  Fór svo að Tómas féll grunlaus í eina gildruna og tapaði drottningunni.  Eyþór innbyrti svo sigurinn af öryggi.

  Björn Ívar hefur vinningsforskot eftir umferðina. Næstur kemur Sverrir og þar á eftir Sigurjón.  Jafnir í 4.-6. sæti eru svo Einar, Nökkvi og Róbert.

  Í næstu umferð, sem fram fer á sunnudagskvöld kl. 19:30, mætast efstu menn og verður gaman að sjá hvort línurnar skýrist enn frekar á toppnum.

Úrslit 5. umferðar:    
      
Bo.NafnViÚrslitViNafn
1Björn Ívar Karlsson

4

1  -  0

Stefán Gíslason
2Sverrir Unnarsson

3

1  -  0

Þórarinn I. Ólafsson
3Daði Steinn Jónsson

0  -  1

Sigurjón Þorkelsson
4Einar Guðlaugsson

½  -  ½

Nökkvi Sverrisson
5Róbert Aron Eysteinsson

2

1  -  0

2

Jörgen Freyr Ólafsson
6Karl Gauti Hjaltason

2

½  -  ½

Kristófer Gautason
7Hafdís Magnúsdóttir

1

0  -  1

Sigurður A. Magnússon
8Eyþór Daði Kjartansson

0

1  -  0

0

Tómas Aron Kjartansson

Staðan eftir 5. umferðir:

VinnNafnStigViBH.
1Björn Ívar Karlsson2211515
2Sverrir Unnarsson1926415
3Sigurjón Þorkelsson203916
4Einar Guðlaugsson1937313½
5Nökkvi Sverrisson1787312½
6Róbert Aron Eysteinsson1355310½
7Stefán Gíslason168517
8Daði Steinn Jónsson159014
9Þórarinn I. Ólafsson169714
10Sigurður A. Magnússon137511
11Karl Gauti Hjaltason154510
12Kristófer Gautason1679213
13Jörgen Freyr Ólafsson114029
14Eyþór Daði Kjartansson1265110½
15Hafdís Magnúsdóttir0110
16Tómas Aron Kjartansson101009

Pörun 6. umferðar    
      
Bo.NafnViÚrslitViNafn
1Einar Guðlaugsson3 5Björn Ívar Karlsson
2Sigurjón Þorkelsson 4Sverrir Unnarsson
3Nökkvi Sverrisson3 3Róbert Aron Eysteinsson
4Þórarinn I. Ólafsson Sigurður A. Magnússon
5Stefán Gíslason Karl Gauti Hjaltason
6Daði Steinn Jónsson 1Eyþór Daði Kjartansson
7Jörgen Freyr Ólafsson2 1Hafdís Magnúsdóttir
8Tómas Aron Kjartansson0 2Kristófer Gautason

mótið á chess-results


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband