25.12.2010 | 16:39
Björn Ívar sigraði Jólamótið.
Eina skákmótið sem haldið er á jóladag er Jólamót Taflfélags Vestmannaeyja, en það fór fram í dag kl. 13 og var lokið kl. 15:30. Keppendur að þessu sinni voru 16 og voru átök oft á tíðum hörð. Tefldar voru 11 umferðir 5 mínútna hraðskákir. Hinn knái drengur, Björn Ívar Karlsson sigraði með 11 vinningum og vann alla andstæðinga sína. Í öðru sæti varð Nökkvi Sverrisson og hinn efnilegi Daði Steinn Jónsson varð þriðji. Í yngri flokki varð því Daði Steinn efstur, en Kristófer Gautason í öðru sæti og Sigurður A. Magnússon í þriðja sæti.
Úrslit.
1. Björn Ívar Karlsson 11 vinninga
2. Nökkvi Sverrisson 9 vinninga
3. Daði Steinn Jónsson 7.5 vinninga
Yngri en 15 ára.
1. Daði Steinn Jónsson 7,5 vinninga
2. Kristófer Gautason 7 vinninga
3. Sigurður A. Magnússon 5,5 vinninga
Lokastaðan | ||||
Sæti | Nafn | FIDE | Vinn | BH. |
1 | Karlsson Bjorn-Ivar | 2200 | 11 | 67½ |
2 | Sverrisson Nokkvi | 1784 | 9 | 68 |
3 | Jonsson Dadi Steinn | 0 | 7½ | 66 |
4 | Unnarsson Sverrir | 1958 | 7 | 70 |
5 | Sigurmundsson Arnar | 0 | 7 | 61 |
6 | Gautason Kristofer | 1684 | 6½ | 66½ |
7 | Gislason Stefan | 0 | 6½ | 62 |
8 | Hjaltason Karl Gauti | 0 | 5½ | 59 |
9 | Magnusson Sigurdur A | 0 | 5½ | 56 |
10 | Sigurdsson Einar | 0 | 5 | 57 |
11 | Johannesson David Mar | 0 | 4½ | 61 |
12 | Kjartansson Tomas Aron | 0 | 4 | 55½ |
13 | Olafsson Thorarinn I | 1707 | 3½ | 62½ |
14 | Sigurdsson Johannes Thor | 0 | 3½ | 50 |
15 | Kjartansson Eythor Dadi | 0 | 2 | 51½ |
16 | Magnusdottir Hafdis | 0 | 0 | 54½ |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.