Haustmótið um helgina.

  Um næstu helgi 12. til 14. nóvember fer fram Haustmót Taflfélags Vestmannaeyja.  Mótið að þessu sinni verður hraðmót.  Tefldar verða 7. umferðir monrad með 30 mín á skák + 30 sek. aukatíma á hvern leik.

  Keppendum ofan af landi stendur til boða ódýr gisting á Mömmu (herbergi) eða á Sunnuhvoli (herbergi eða svepnpokapláss) sími 481 2900 og auðvelt er að sigla frá Landeyjahöfn sími í Herjólfsafgreiðslu 481 2800.

  Mótið er stigamót, en umferðum verður fækkað niður í fimm reynist þátttaka lítil, ella verður haldið við áætlun.  Skráning keppenda er í athugasemdum við þessa færslu eða í síma 898 1067 hjá Gauta eða Sverri sími 858 8866.

Mótið verður reiknað til Íslenskra stiga.

Umferðartafla.
1. umferð föstudaginn 12. nóvember kl. 19:30
2. umferð föstudaginn 12. nóvember kl. 22:00
3. umferð laugardaginn 13. nóvember kl. 10:00
4. umferð laugardaginn 13. nóvember kl. 13:00
5. umferð laugardaginn 13. nóvember kl. 16:00
6. umferð sunnudaginn 14. nóvember kl. 11:00
7. umferð sunnudaginn 14. nóvember kl. 13:00
Áætluð mótsslit kl. 15:00.

  Mótshaldarar áskilja sér rétt til að breyta umferðarröð og dagskrá mótsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband