Eyjamenn gjörsigruðu KR-inga 8-0.

  Þá er fyrstu umferð Íslandsmóts Skákfélaga lokið í gærkvöldi og í efstu deild gjörsigraði A sveit Taflfélags Vestmannaeyja sveit KR-inga 8-0.  KRingar sáu ekki til sólar og urðu að lúta í gras á öllum borðunum átta.

  Þeir sem tefldu fyrir Eyjamenn í þæessari fyrstu umferð veour eftirtaldir :

  Mikhail Gurevich stórmeistari
  Jon Ludvik Hammer stórmeistari
  Helgi Ólafsson stórmeistari
  Sebastian Maze stórmeistari
  Igor Alexandre Nataf stórmeistari
  Ingvar Þór Jóhannesson
  Páll Agnar Þórarinsson og
  Björn Ívar Karlsson

   Í morgun mætti sveitin sveit Akureyringa og síðustu fréttir hermda að staðan séi 6-1 fyrir Eyjamenn en þá var einni skák ólokið.  Eyjamenn tróna því á toppi deildarinnar.  Klukkan 17 verður síðan 3 umferð og kl.l 11 í fyrramálið er fjórða og síðasta umferð fyrri hlutans, en síðari hlutinn fer fram í byrjun mars.

  Í þriðju deild tefla Eyjamenn fram tveimur sveitum B- og C- sveit.  B sveitin sigraði í gær 5-1, en tapaði í morgun 2-4 og er um miðja deild.  C- sveitin tapaði stórt í gær 0-6 en sigraði í morgun 4-2.

  Í fjórðu deild teflir D- sveit TV og unnu þeir í gær 5-1, en töpuðu naumlega fyrir B-sveit Selfyssinga í morgun 2,5 - 3,5.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband