B sveit TV er vel mönnuð.

  Nú, þegar það er ekki nema rúmlega vika þar til Íslandsmót skákfélaga hefst er undirbúningur í fullum gangi.  Í skákpistlinum í síðustu viku var A sveit félagsins kynnt en hana skipa fjórir erlendir skákmenn og síðan íslendingar með GM Helga Ólafsson í fararbroddi, en hann leiðir nú Olympíulið Íslands í Rússlandi og gengur bara ágætlega.  Erlendu liðsmenn félagsins hafa verið að standa sig geysivel á mótinu og þannig er hinn sænski Nils Grandelius (2500) búinn að innbyrða flesta vinninga fyrir sænska liðið eða 5,5 af 6 mögulegum og er taplaus, en hann var varamaður í liðinu en hefur ekki hvílt enn sem komið er.  Þá hefur Jon Ludvig Hammer hinn norski halað inn 4 vinninga af 6 fyrir norðmenn en hann situr á 2 borði á eftir Magnusi Carlsen sem hefur aðeins 2 vinninga af 4.  En nóg um það.  Liðsstjórar B-liðs TV eru þeir Einar K. Einarsson og Sverrir Unnarsson, en liðið keppir nú í 3 deild eftir að hafa unnið sig upp úr 4 deild í vor.  Nú liggur liðsskipan haustsins fyrir og er liðið skipað eftirtöldum skákmönnum, en 6 skákmenn taka þátt í hverri viðureign.   :

Ægir Páll Friðbertsson (2045)

Lárus Ari Knútsson (1995)

Einar K. Einarsson (1985)

Sigurjón Þorkelsson (1890)

Sverrir Unnarsson (1885)

Kjartan Guðmundsson (1840)

Einar Guðlaugsson (1820)

Nökkvi Sverrisson (1745)

Aron Ellert Þorsteinsson (1670)

Að auki teflir félagið fram C- sveit í 3 deild og D- og E- sveitum í 4 deild, en síðastnefnda sveitin er skipuð skákkrökkum úr Eyjum.  Í næstu viku verður fjallað um aðrar sveitir félagsins.

Grein þessi birtist í EYJAFRÉTTUM s.l. miðvikudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband