Þorsteinn sigurvegari á Vinnslustöðvarmótinu.

   Nú er Vinnslustöðvarmótinu lokið og hafa aldrei verið jafn margir keppendur og í ár eða 26.  Það var gaman að sjá hve vel var mætt ofan af landi og voru þar meðlimir ÁTVR (Áhangendadeild Taflfélags Vestmannaeyja í Reykjavík) fremstir í flokki þó nokkrir aðrir góðir gestir hafi einnig látið sjá sig.

  Þorsteinn Þorsteinsson TV leiddi mótið allt frá upphafi og stóð að lokum uppi sem sigurvegari með 6 vinninga af 7 mögulegum.  Í öðru sæti kom hinn gamalkunni TV maður Ægir Páll Friðbertsson em sannaði það enn og aftur að hann er sífellt í formi með 5,5 vinninga.  Í þriðja sæti varð hinn bráðefnilegi meðlimur Skákfélags Íslands, Örn Leó Jóhannsson með 5 vinninga.

  Í flokki þeirra sem eru fæddir 1995 og yngri varð Daði Steinn Jónsson Taflfélagi Vestmannaeyja hlutskarpastur með 4,5 vinninga og í öðru sæti Kristófer Gautason einnig í Taflfélagi Vestmannaeyja með 4 vinninga og er greinilegt að þessir bráðungu strákar eru í góðum gír eftir sumarið.  Í þriðja sæti varð svo félagi í Skákfélagi Íslands, Guðmundur Kristinn Lee með 4 vinninga.  Þegar reiknað var hverjir væru efstir í flokki með 1800 stig og minna voru það ofantaldir drengir allir og er átti að fara að veita verðlaun fyrir flokk þeirra sem eru með undir 1600 stig komu enn upp sömu nöfn.  Þótti mörgum fullmiklu af góðmálmum ausið í strákana, en svona er þetta nú einu sinni og þeir fór hlaðnir medalíum til síns heima.

  Þegar mótinu var lokið kom í ljós að Herjólfur siglir ekki í kvöld frekar en í dag og verða keppendur sem koma ofan af landi að gista hjá okkur eina nótt til viðbótar, en svona er að vera í Eyjum, maður veit aldrei hversu lengi maður getur notið austanáttarinnar, sem er svo frískandi.

Lokastaðan     
       
SætiNafnStigFEDFélagVinnBH.
1Þorsteinn Þorsteinsson2235ISLTV629½
2Ægir Páll Friðbertsson2045ISLTV30½
3Örn Leó Jóhannsson1945ISLSkákfélag Ísl523½
4Sverrir Ö Björnsson2140ISLHaukar32
5Sverrir Unnarsson1885ISLTV28
6Daði Steinn Jónsson1580ISLTV24½
7Einar K Einarsson1985ISLTV431½
8Björn Freyr Björnsson2135ISLTV428
9Magnús Magnússon1985ISLTA427½
10Kristófer Gautason1585ISLTV423½
11Guðmundur K Lee1575ISLSkákfélag Ísl422
12Nökkvi Sverrisson1745ISLTV26
13Kjartan Guðmundsson1840ISLTV26
14Birkir K Sigurðsson1440ISLSkákfélag Ísl24½
15Jón Svavar Úlfljótsson1775ISLVíkingaklúbb327
16Einar Guðlaugsson1820ISLTV325½
17Stefán Gíslason1675ISLTV325
18Þórarinn I Ólafsson1625ISLTV324
19Róbert A Eysteinsson1330ISLTV321½
20Charles Pole0USA 320
21Ágúst Örn Gíslason1640ISLVíkingaklúbb320
22Karl Gauti Hjaltason1555ISLTV219½
23Sigurður A Magnússon1340ISLTV218½
24Jörgen Freyr Ólafsson1215ISLTV20
25Jón Ragnarsson0ISLTV121
26Rosalyn Katz0USA 118


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband