Vinnslustöðvarmótið 3 - 4. sept.

  Helgina 3. til 4. september n.k. hefst vetrarstarfið hjá Taflfélagi Vestmannaeyja með hefðbundnum hætti, þ.e.a.s. með Vinnslustöðvarmótinu.

  Mótið er opið 7 umferða mót blandað með atskákum og kappskákum.

  Síðdegis á föstudeginum verð 4 umferðir atskákir og á laugardeginum verða 3 kappskákir og verðlaunaafhending strax að því loknu.

  Athugið að nú er mun auðveldara að skreppa til Eyja og taka þátt í mótum og eru allir velkomnir, en Herjólfur gengur nú úr Bakkafjöru hálftíma siglingu og fer á milli 4-6 sinnum á dag svo auðvelt ætti að vera að taka þátt í mótinu fyrir áhugasama.

  Skráning keppenda fer fram í athugasemdum við þessa færslu eða í símum stjórnar TV: Gauti s. 898 1067, Sverrir s. 858 8866 og Björn Ívar s. 692 1655.  Nú þegar hafa 10 manns forskráð sig en keppendalisti verður birtur í byrjun næstu viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband