Kristófer Íslandsmeistari í skólaskák.

  Kristófer Gautason Grunnskóla Vestmannaeyja varđ efstur í yngri flokki Landsmótsins í Skólaskák sem lauk nú skömmu eftir hádegiđ.  Kristófer hlaut 10 vinninga af 11 mögulegum og hlaut ţví titilinn Landsmótsmeistari yngri flokks.  Hann fćr í verđlaun m.a. flugferđ innanlands.

  Ţetta er í fyrsta skipti sem Vestmannaeyjingur vinnur Íslandsmeistaratitil á Landsmótinu í skólaskák.  Nokkrum sinnum áđur höfum viđ náđ öđru sćti og ţví ţriđja, bćđi Nökkvi Sverrisson og Björn Ívar Karlsson hér á árum áđur.  Landsmótiđ er byggt upp ţannig ađ keppendur ávinna sér rétt til keppni á ţví međ ţví ađ sigra fyrst á skólamóti síns skóla og síđan eru haldin kjördćmamót í hverju hinna gömlu kjördćma og efstu menn á ţeim mótum hittast síđan á Landsmót.

 Keppendur í yngri flokki voru 12 og tefldu allir viđ alla. Kristófer tapađi ekki skák, en gerđi tvö jafntefli.  Fyrir síđustu umferđina var hann í 2-3 sćti og tefldi svo viđ efsta manninn.  Ţá skák varđ hann ađ vinna til ađ hampa titlinum sem hann og gerđi.

  Úrslit.
  1.  Kristófer Gautason Vestmannaeyjum 10 vinn.
  2. Oliver Jóhannsson, Rimaskóla 9,5 vinn.
  3. Jón Kristinn Ţorgeirsson, Akureyri 9,5 vinn.
  4. Dagur Ragnarsson, Rimaskóla 9 vinn.

 http://www.skak.blog.is/users/2d/skak/img/picture_046_988716.jpg Kristófer á Landsmótinu.

  Í eldri flokki sigrađi Emil Sigurđarson Reykjavík međ 9,5 vinninga.  Nökkvi Sverrisson, fékk 7 vinninga og hafnađi í 5 sćti en Dađi Steinn Jónsson fékk 5,5 vinninga og lenti í 8 sćti.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband