Kristófer og Nökkvi leiða sinn hvorn flokkinn á Landsmótinu.

  Eyjapeyjarnir Nökkvi Sverrisson og Kristófer Gautason leiða sinn hvorn flokkinn á Landsmótinu í Skólaskák sem stendur nú yfir um helgina.

  Nökkvi er efstur með fullt hús í eldri flokki Landsmótsins í skólaskák að lokinni þriðju sem fram fór í morgun. Kristófer Gautason og Heimir Páll Ragnarsson eru efstir og jafnir í yngri flokki með fullt hús, 3 vinninga.  Daði Steinn Jónsson er í 5 sæti í eldri flokki með 2 vinninga af 3.  Hinn keppandinn í yngri flokki frá Suðurlandi er Axel Guðmundsson frá Hvolsvelli en hann hefur 2 vinninga.

  Mótið fer fram í Reykjavík og verða 4 umferðir í dag og aðrar fjórar á morgun og loks tvær á sunnudaginn.   Fjórða umferð hefst kl. 13.

  Eldri flokkur er fyrir 8-10 bekk grunnskóla en yngri flokkur fyrir 1-7 bekk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband