Kristófer og Nökkvi Skólaskákmeistarar Suðurlands.

  Í dag fór fram kjördæmismót Suðurlands í skólaskák fram á Flúðum í Hrunamannahreppi.  Mótið var umsjón hins geðþekka varaforseta Skáksambandsins Magnúsar Matthíassonar.  Keppt var í flokki 1-7 bekk og 8-10 bekk grunnskóla, eldri og yngri flokki.  Keppendur voru 10 í yngri flokki og 9 í þeim eldri og kepptu allir við alla, 7 mínútna skákir.

  Héðan frá Eyjum fóru fjórir keppendur og má segja að þeir hafi sótt alla þá góðmálma sem unnt var að sækja upp á land í þessari ferð, því þeir hlutu gull og silfur í báðum flokkum.

  Kristófer sigraði yngri flokkinn og Jörgen Freyr varð í öðru sæti, en Nökkvi sigraði í eldri flokki og Daði Steinn varð í öðru sæti.  Allir þessir fjórir Vestmannaeyjingar unnu sér rétt til keppni á Landsmótinu í skólaskák um aðra helgi.  (MYNDIR Á EFTIR).

 Yngri flokkur.
1. Kristófer Gautason, 7 bekk, Vestmannaeyjum 7,5 vinn.+1,5
2. Jörgen Freyr Ólafsson, 5 bekk, Vestmannaeyjum 7,5 vinn. + 0,5
3. Axel Guðmundsson, 6 bekk,  Hvolsvelli, 6 vinn. + 2
4. Eyþór Guðlaugsson, 7 bekk, Hvolsvelli, 6 vinn. + 1
5. Kristján Ingi Gunnlaugsson, 7 bekk, Hvolsvelli, 5 vinn.
6. Rúnar Guðgeirsson, 6 bekk, Flúðum, 4 vinn.
7. Viðar Gauti Önundarson, 7 bekk, Hvolsvelli, 2 vinn.
7. Filip Jan Juzevik, 4 bekk, Flúðum, 2 vinn.
9. Andri Gunnlaugur Óskarsson, 5 bekk, Flúðum, 1 vinn.
10. Óskar Sigmundsson, 5 bekk, Flúðum, 0 vinn.

  Eldri Flokkur.
1. Nökkvi Sverrisson, 10 bekk, Vestmannaeyjum,  8 vinn.

2. Daði Steinn Jónsson, 8 bekk, Vestmannaeyjum, 7 vinn.
3. Atli Sigmundsson, 10 bekk, Flúðum, 5 vinn + 2
4. Sigurður B. Ólafsson, 9 bekk, Hvolsvelli, 5 vinn + 0
5. Ísak K. Jónasson, 10 bekk, Flúðum, 4 vinn.
6. Jón Aron Lundberg, 10 bekk, Flúðum, 3 vinn.
6. Ívar Máni Garðarsson, 8 bekk, Hvolsvelli, 3 vinn.
8. Þorbergur Vignisson, 10 bekk, Hvolsvelli, 1 vinn.
9. Kristján Fannar Kristjánsson, 8 bekk, Hvolsvelli, 0 vinn.

  Eftir skemmtilega flugferð með Arnari Richards. á TF-EOS upp á Bakkaflugvöll var ekið sem leið lá og farið í könnunarleiðangur undir Eyjafjöllin og öskudreyfing athuguð og gosmökkurinn kannaður neðan frá.  Náðum við nokkrum góðum myndum af gosmekkinum og tókum sýni af ösku á heimreiðinni að Þorvaldseyri.  Þar er gróður að stinga sér upp úr öskuþöktum túnunum og þrátt fyrir grátt umhverfi er græn slikja að ávinna sé sess í landslaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband