Kjördæmismót Suðurlands í dag.

  Í dag, sunnudag fer fram kjördæmismót Suðurlands að Flúðum í Hrunamannahreppi.  Keppt verður í tveimur flokkum, 1-7 bekk og 8-10 bekk grunnskóla.  Keppendur koma úr gamla Suðurlandskjördæmi, þ.e. Árnessýslu, Rangárvallasýslu, V-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjum.

  Mótsstjóri verður Magnús Matthíasson varaforseti Skáksambandsins og að þessu sinni ávinna sér  tveir efstu úr hvorum flokki þátttökurétt á Landsmótinu sem fram fer næstu helgi.

Keppendur úr Vestmannaeyjum verða :

8-10 bekk.
  Nökkvi Sverrisson 10. bekk
  Daði Steinn Jónsson 8. bekk

1-7 bekk.
  Kristófer Gautason 7. bekk
  Jörgen Freyr Ólafsson 5. bekk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband