Sverrir heimskautafari.

http://godurgranni.blog.is/users/2c/godurgranni/img/g_sverrir_sle_i.jpg  Hér er Sverrir að fara í ferð á hundasleða (takið eftir að sleðinn er merktur TV, neðarlega á hægra skíðinu).

  Okkar ágæti félagi, Sverrir Unnarsson hefur nú um páskana verið á Grænlandi að kenna skák og tefla við krakkana á Grænlandi.  Hann hefur einnig tekið sér margt annað skemmtilegt fyrir hendur.

  Hann er staddur í Scoresbysundi (70°N) í 50 gráðum í mínus og með sleðahunda spangólandi á dyrastafnum og ísbirni á hlaupum á næsta götuhorni.   Scoresbysund (Grænlendingar kalla staðinn Illoqqortoormiut - reynið að bera það fram! ) er afar stór fjörður beint norður af Íslandi.  Ef það væri hér á Íslandi þá næði þessi fjörður eiginlega yfir allt landið.

Ittoqqortoormiit  - BrilleLeif briller og kontaktlinser Broager Sønderjylland

 

 

 

 

 

 Hér er kort af svæðinu, þó alls ekki öllu Scoresbysundi (Sverrir er þar sem rauði punkturinn er).

  Sverrir hefur komist í hörku viðskiptasambönd á staðnum og mun hafa keypt sér úlpu úr moskusuxaskinni, skó úr skinninu sem er á afturendanum á ísbirni (þar er sterkasta skinnið), hálsfesti úr vígtönnum ísbjarnar, standlampa úr Náhvalsbeini, hnífapör úr rostungstönnum og skáksett að auki og síðast en ekki síst loðhúfu úr sauðnautsskinni.  Það verður gaman að taka á móti Sverri hér á flugvellinum í Eyjum, hann ætti að vera auðþekkjanlegur !

  Ef við þekkjum Sverri rétt kemur hann örugglega með ísbjarnarhaus til skrauts í skáksetrið í Eyjum.

  Endilega lesið frásagnir af ferðinni þeirra hér : Góður granni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband