Silfur á Íslandsmóti barnaskólasveita í Smáralindinni.

  Nú er lokiđ keppni á Íslandsmóti barnaskólasveita sem fór fram í Smáralindinni í dag.  Ćtlunin var  ađ fara međ tvćr til ţrjár sveitir á mótiđ, en vegna veđurs fór hópurinn ekki frá Eyjum í morgun.  Ţađ vildi svo vel til ađ 4 krakkar úr Taflfélagi Vestmannaeyja voru stödd uppi á landi vegna annarra íţróttaferđa og mćttu ţau til leiks og skellu saman í sveit.  Sveitin keppti án liđsstjóra, ţar sem ţeir urđu eftir í Eyjum og er ţađ í fyrsta skipti sem ţađ kemur fyrir hjá félaginu.  Liđsstjórn var í höndum fyrsta borđs mannsins, sem og ađstođađi Stefán Bergsson hópinn og góđir Eyjamenn međal áhorfenda sem hlupu einatt í skarđiđ til ađ ađstođa okkar krakka og er ţeim ţakkađ kćrlega fyrir.

  Mikill fjöldi sveita tók ţátt í mótinu, alls 52 sveitir., sem ég held ađ sé ţátttökumet.  Okkar krökkum gekk hreint frábćrlega og unnu silfurverđlaun á mótinu.  Mađur spyr sig hvađ hefđi gerst ef okkur hefđi auđnast ađ senda okkar sterkasta liđ til ţátttöku.  Sveit okkar var ađ mestu skipuđ ungum og upprennandi krökkum, en ţrjú af ţeim eiga 2 ár eftir í ţessu móti svo framtíđin er björt.  Ekki voru ţeir skákmenn, sem heima sátu og misstu af mótinu af verri endanum og fremstan í ţeim flokki má nefna Lárus Garđar, sem trónir einn efstur á mótaröđ vorannar og Jörgen Freyr, svo einhverjir séu nefndir. 

  Sveitin var skipuđ :
  1 borđ  Kristófer Gautason f. 1997           8 vinninga af 8.
  2 borđ  Róbert Aron Eysteinsson f. 1999  7 vinninga.
  3 borđ  Sigurđur A. Magnússon f. 1999     7 vinninga.
  4 borđ  Hafdís Magnúsdóttir f. 1999          3 vinninga.

  Eftir 6 umferđir höfđu ţau hlotiđ 19 vinninga af 24 mögulegum, unnu fyrstu tvo mótherjana 4-0, en töpuđu síđan fyrir Íslandsmeisturunum úr Rimaskóla og sterkustu sveitinni á mótinu, 3-1, ţar sem Kristófer vann sína skák.

  Í fjórđu og fimmtu umferđ unnu ţeir 3-1 og í sjöttu umferđ unnu ţau Rimaskóla C  4-0.  Í sjöundu og áttundu umferđ unnu ţau andstćđinga sína 3-1 og enduđu í 2 sćti međ 25 vinninga.  Tvćr efstu sveitirnar voru í algjörum sérflokki á mótinu og fyrir síđustu umferđina voru báđar sveitirnar nánast búnar ađ tryggja sér sín sćti. 

  Kristófer fékk borđaverđlaun ţar sem hann náđi fullu húsi vinninga á fyrsta borđi og fékk hann bókaverđlaun.  Róbert var ţá einungis 1/2 vinningi frá ţví ađ fá borđaverđlaun á 2 borđi og Sigurđur einum vinningi frá ţví sama.  Ţess má einnig geta ađ Hafdís er fyrsta stúlkan til ţess ađ ná ţeim árangri ađ fá verđlaun međ sveit úr Vestmannaeyjum á ţessu móti og er henni óskađ sérstaklega til hamingju međ ţađ.

 Lokastađan:
1. Rimaskóli, Reykjavík ................ 30,5 vinn.
2. Grunnskóli Vestmannaeyja ... 25 vinn. (af 32)
3. Salaskóli Kópavogi .................. 22 vinn.
4. Rimaskóli b sveit ..................... 22 vinn.
5. Hjallaskól, Kópavogi ............... 21 vinn.
6. Rimaskóli c sveit ..................... 20 vinn.
7. Sćmundarskóli, Reykjavík ...... 20 vinn.
8. Hvaleyrarskóli, Hafnarfirđi ....... 20 vinn.
9. Hjallaskóli b sveit .................... 19 vinn.
10. Brekkuskóli, Akureyri ............  19 vinn.

Árangur Eyjakrakka síđustu ár :
2005 .... 3 sćti
2006 .... 2 sćti
2007 ..  Íslandsmeistarar
2008 ..  Íslandsmeistarar

2009 ..... 2 sćti.
2010 ..... 2 sćti.

     Ţess má ađ lokum geta ađ á síđustu fimm árum hefur ţetta mót veriđ einvígi milli 3ja skóla, sem hafa rađađ sér í efstu 3 sćtin án undantekninga, ţ.e. Vestmannaeyjar, Rimaskóli og Salaskóli.  Vestmannaeyjakrakkar hafa tvisvar unniđ, Rimaskóli tvisvar og Salaskóli einu sinni :

Síđustu 5 ár   Gull  Silfur Brons
Eyjar   ..........    2       3        0
Rimaskóli .....     2       1        2
Salaskóli ......     1       1        3


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband