Sveitin í 2 sæti.

  Þeir krakkar úr Taflfélaginu sem voru stödd uppi á landi skelltu saman í eina sveit og eru nú að tefla á Íslandsmóti barnaskólasveita.  Sveitin er auðvitað ekki eins og ráð var fyrir gert en engu að síður gengur þeim bara frábærlega.

  Sveitin er skipuð :

  1 borð  Kristófer Gautason
  2 borð  Róbert Aron Eysteinsson
  3 borð  Sigurður Arnar Magnússon
  4 borð  Hafdís Magnúsdóttir

  Eftir 6 umferðir hafa þau 19 vinninga af 24 mögulegum, unnu fyrstu tvo mótherjana 4-0, en töpuðu síðan fyrir Íslandsmeisturunum úr Rimaskóla og sterkustu sveitinni á mótinu, 3-1, þar sem Kristófer vann sína skák.

  Í fjórðu og fimmtu umferð unnu þeir 3-1 og í sjöttu umferð unnu þau 4-0 og eru sem stendur í 2 sæti.

  Við flytjum ykkur fréttir af gangi mála jafnóðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband