Pistill liđsstjóra A-liđs TV.

Skáksambandiđ fćr falleinkunn.
  Eins og kunnugt er var Alexey Dreev (2650), liđsmađur Taflfélags Vestmannaeyinga, dćmdur ólöglegur í deildakeppninni. Viđ Eyjamenn vorum mjög ósáttir viđ ţessa niđurstöđu ţar sem haldbćr gögn voru til um inngöngu hans í TV síđastliđiđ sumar. Stađfesting ţess efnis var send í bréfi til Skáksambandsins síđasta sumar auk ţess sem Helgi Árnason, formađur Fjölnis, stađfesti gjörninginn á sumarmánuđum en Dreev hafđi veriđ félagsmađur í Fjölni. Ţessi gögn eru öll til hjá Skáksambandinu og lágu fyrir í málinu. Miđađ viđ gögn málsins verđur ţađ ţví ađ teljast mjög ţröng túlkun ađ meta Dreev ólöglegan í TV.

  Annađ mál sem tengist ţessu máli óbeint er ađ liđsmađur Bolvíkinga var búinn ađ hafa ađgang ađ félagatali allra félaga í allan vetur. Ţessi gögn hafa hingađ til ekki veriđ opinber fyrir hin félögin. Undirritađur bađ formlega um félagatal Bolvíkinga og fleiri félaga fyrir deildakeppnina í tölvupósti til Skáksambandsins, en ég hef enn ekki fengiđ svar viđ ţeirri beiđni! Í ţessu ljósi verđur ţađ ađ segjast ađ félögunum er klárlega mismunađ um upplýsingar frá Skáksambandinu.

  Dreev var dćmdur ólöglegur ţar sem ţađ fórst fyrir ađ skrá hann á félagatal TV. Einhver hefđi haldiđ ađ ţrjú bréf til Skáksmabandins um inngöngu Dreev í TV hefđu átt ađ sanna ţađ ađ hann vćri fullgildur félagsmađur í TV og ađ ţađ vćri ígildi félagatals. Ţađ er alkunna ađ félagatöl svo til allra skákfélaga í landinu eru ófullkomin en TV hefur reyndar sent ţau skilvíslega inn á hverju ári.

  Ekkert virđist lagt upp úr ţví í reglum Skáksambandsins ađ stađfesting liggi fyrir hjá viđkomandi skákmanni og geta ţví félögin skráđ hvern sem er í sitt félag án samţykkis viđkomandi. Stađfesting frá Dreev um inngögnu hans í TV lá fyrir í málinu međ tölvupósti frá ţví sumar. Auk ţess er rétt ađ benda á ţađ ađ íslenskir skákmenn geta skipt um félag á miđri leiktíđ en ekki erlendir. Ţetta er skýr mismunum og brot á Evrópuréttinum ţannig ađ reglur Skáksambandsins brjóta í bága viđ viđurkenndar réttarfarsreglur. Ţađ síđast nefnda ţýđir ađ máliđ myndi ađ öllum líkindum vinnast ef dómstólaleiđin yrđi farin.

  Ákvörđun mótsstjórnar og síđar dómstóls Skáksambandins er umdeilanleg en ţađ sem fór mest fyrir brjóstiđ á okkur Eyjamönnum var málsmeđferđ úrskurđarađilanna. Í fyrsta lagi fóru Bolvíkingar fram á ađ Helgi Árnason yrđi dćmdur vanhćfur í málinu en hann sat í mótsstjórninni sem fékk ţađ hlutverk ađ dćma í málinu. Ţetta var byggt á ţví ađ Helgi vćri málsađili ţar sem hann stađfesti á sínum tíma ađ Dreev hafđi gengiđ úr Fjölni í TV. TV fékk engan andmćlarétt varđandi ţessa ákvörđun sem er í meira lagi vafasamt. Einar S. Einarsson tók sćti Helga í dómnefndinni en ađ mati Eyjamanna var hann klárlega vanhćfur ţar sem hann er annálađur Vestfirđingur. Eyjamenn fengu međ öđrum orđum aldrei tćkifćri til ađ mótmćla ađkomu Einars ađ málinu ţannig ađ Bolvíkingar voru ţar međ komnir međ dyggan heimamann í máliđ.

  Kćra Bolvíkinga var lögđ fram fyrir úrslitaviđureign Vestmannaeyinga og Bolvíkinga á föstudeginum. Strax í kjölfariđ úrskurđađi mótsstjórnin Dreev ólöglegan. Eyjamenn unnu Bolvíkinga 4,5-3,5, en viđureignin var úrskurđuđ 4-4 vegna ţátttöku Dreevs. Ţetta var góđur sigur (og síst of stór miđađ viđ stöđurnar) hjá okkur Eyjamönnum ţar sem Bolvíkingar voru stigahćrri á svo til öllum borđum.

  TV fékk hvorki afrit af kćru Bolvíkinga né úrskurđi mótsstjórnar fyrr en sólarhring seinna og ţá fyrst eftir mikla eftirfylgni. Ţetta atriđi gerir ţađ ađ verkum ađ málsmeđferđ Skáksambandsins fćr algjöra falleinkunn ţar sem áfrýjun okkar Eyjamanna hefđi eđlilega ţurft ađ byggja á ţessum gögnum. Eyjamenn ţurftu ţví ađ áfrýja úrskurđinum til dómstóls Skáksambandsins án ţess ađ hafa málsgögnin í höndunum. Klukkan 14.00 á laugardeginum stađfesti síđan dómstóllinn niđurstöđu mótsstjórnar. Ţá var Karl Gauti Hjaltason, formađur TV, búinn ađ skrifa 4 blađsíđur um máliđ til varnar Eyjamönnum sem voru sem sagt aldrei teknar fyrir. Áđur en Karl Gauti fékk tćkifćri til ađ reifa sjónarmiđ sín fyrir dómstólnum var hann sem sagt búinn ađ komast ađ niđurstöđu! Ţetta ţýđir međ öđrum orđum ađ aldrei var gert ráđ fyrir neinum andmćlarétti Eyjamanna í öllu ferlinu. Ţetta er náttúrulega fyrir neđan allar hellur og Skáksambandinu til háborinnar skammar. Einnig voru vinningar teknir af Eyjamönnum áđur en ađ endanleg niđurstađa lá fyrir í málinu sem verđur ađ teljast vafasöm ákvörđun enda er enginn sekur fyrr en sekt er sönnuđ.

  Sem betur fer hafđi ţetta ekki áhrif á ţá niđurstöđu ađ Bolvíkingar urđu Íslandsmeistarar og vil ég nota tćkifćriđ til ađ óska ţeim til hamingju međ titilinn en óneitanlega varpar ţetta mál skugga á mótiđ.

Ţorsteinn Ţorsteinsson, liđsstjóri TV-a


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband