Góð umferð hjá íslendingunum.

  Þá er fimmta og næst síðustu umferð lokið hér á NM í Vesterås í Svíþjóð.  Alls komu 6,5 vinningar í hús, 5 sigrar, 3 jafntefli og tvö töp.  Reyndar áttust þeir við í E flokki Róbert og Jón Kristinn, svo það gat mest komið einn vinningur úr þeirri skák.
  Umferðin hófst kl. 9 að sænskum tíma eða kl. 8 að íslenskum tíma svo ég geri ráð fyrir að margir hafi vaknað snemma til að setja sig í stellingar til að fylgjast með gangi mála, því eins og venjulega verður SKÁKEYJAN fyrst með fréttirnar af gengi okkar krakka.  Mótherjar strákanna voru að þessu sinni tveir finnar, tveir danir og tveir norðmenn auk eins færeyings og í E flokki mætast þeir félagar Jón Kristinn og Róbert Aron.
  Glöggir lesendur SKÁKEYJUNNAR höfðu tekið eftir því að svo virtist sem Hjörvar ætti að keppa við Pål Hansen tvisvar í röð (það væri reyndar til að æra óstöðugann!) því hann átti að hafa unnið hann í fjórðu umferð í dag og fá hann svo aftur í 5 umferð á morgun, en það var ekki blessaður drengurinn hann Pål sem hann sigraði í dag heldur félagi hans Mads Hansen (þeir eru ekki frændur) sem þurfti að leggja niður vopn sín fyrir Hjörvari í dag, en aftur á móti lendir Pål í höndunum á Hjörvari í býtið á morgun.  SKÁKEYJAN biðst ekki velvirðingar á þessum mistökum, en villan kom upp í tölvukerfum útibús SKÁKEYJUNNAR í Svíþjóð.

Úrslit í fimmtu umferð :
A flokkur 1990-92
Daði Ómarsson ÍSL - Kim Räisänen FIN 1 - 0.
Vegar Koi Gandrud NOR - Sverrir Þorgeirsson ÍSL 1/2 - 1/2.
B-flokkur 1993-94
Pål Andreas Hansen NOR - Hjörvar Steinn Grétarsson ÍSL 0 - 1.
Patrekur Maron Magnússon ÍSL - Mads Hansen DAN 1/2 - 1/2.
C flokkur 1995-96
Peter Jordt DAN - Friðrik Þálfi Stefánsson ÍSL 0 - 1.
Heðin Gregersen FÆR - Dagur Andri Friðgeirsson ÍSL 1/2 - 1/2.
D flokkur 1997-98
Kristófer Gautason ÍSL - Egor Norlin SVÍ 0 - 1.
Jere Lindholm FIN - Jón Trausti Harðarson ÍSL 0 - 1.
E flokkur 1999 og yngri
Jón Kristinn Þorgeirsson ÍSL - Róbert Aron Eysteinsson ÍSL 1 - 0.

Staðan í liðakeppninni:
1.    Noregur   5 +  6,5  + 8  +  6  + 4   = 29,5 vinningar
2.    Finnland  3   +  8,5 + 8  + 6  + 3   = 28,5 vinningar
3.    Ísland    7 + 5 + 4,5 + 4,5 + 6,5 = 27,5 vinningar
4.    Svíþjóð   7,5 + 3,5 + 4  + 5,5 + 6   = 26,5 vinningar
5.    Danmörk 5,5 + 4,5 + 3,5 + 4 + 4   = 21,5 vinningar
6.    Færeyjar   2   + 2   +  2   + 4 + 6,5 = 16,5 vinningar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband