Fjórðu umferð lokið á NM.

  Þá er fjórðu umferð NM hér í Vesterås í Svíþjóð lokið.  Því miður komu ekki nógu margir vinningar í hús heldur einungis 4,5 eins og í morgun.  Íslendingarnir eru þó yfir 50% vinningshlutfall eða 21 vinning af 40.  Mótherjar íslendinganna voru að þessu sinni hvorki fleiri né færri en fjórir svíar, tveir danir, tveir norðmenn og tveir færeyingar, þ.á með hinn geðþekki íslandsvinur Tindskarð.

Úrslit í fjórðu umferð :
A flokkur 1990-92
Simon Hänninger SVÍ - Daði Ómarsson ÍS 1 - 0.
Nicolai Getz NOR - Sverrir Þorgeirsson ÍSL  1/2 - 1/2.
B-flokkur 1993-94
Hjörvar Steinn Grétarsson ÍSL - Mads Hansen DAN   1 - 0.
Heiðrekur Tindskarð Jacobsen FÆR - Patrekur Maron Magnússon ÍSL  0 - 1.
C flokkur 1995-96
Joar Öhlund SVÍ - Friðrik Þálfi Stefánsson ÍSL 1 - 0.
Linus Johansson SVÍ - Dagur Andri Friðgeirsson ÍSL  1 - 0.
D flokkur 1997-98
Alfred Olsen FÆR - Kristófer Gautason ÍSL  0 - 1.
Jonathan Bråuner DAN - Jón Trausti Harðarson ÍSL 1 - 0.
E flokkur 1999 og yngri
Kunal Bhatnagar SVÍ - Jón Kristinn Þorgeirsson ÍSL 1 - 0.
Róbert Aron Eysteinsson ÍSL - Benjamin Bråuner DAN  1 - 0.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband