Slakt í þriðju umferð á NM.

  Þá er þriðju umferð lokið hér á NM í Vesterås í Svíþjóð.  Einungis komu 4,5 vinningar í hús í morgun og er það slakasta umferðin hingað til og sú eina undir 50% vinningshlutfalli hingað til.  Í viðtali við SKÁKEYUNNA vildi fararstjóri hópsins, Björn Þorfinnsson ekkert láta hafa eftir sér og hvarf hann á Jensens Buffhus undan blaðamönnum.  Hann sagði þó í lokin að nú yrði bitið í skjaldarrendurnar og hefnt grimmilega í seinni umferð dagsins svo menn næðu nú einhverjum nætursvefni.

  Athygli vekur að mótherjar íslensku keppendanna eru meðal annarra hvorki fleiri né færri en fjórir Færeyingar, en auk þess eru tveir svíar, tveir finnar og sitthvor norðmaðurinn og daninn.

Úrslit í þriðju umferð :
A flokkur 1990-92
Daði Ómarsson ÍSL - Rasmus Janse SVÍ  1/2 - 1/2.
Rógvi Egilstoft Nielsen FÆR - Sverrir Þorgeirsson ÍSL  0 - 1.
B-flokkur 1993-94
Hjörvar Steinn Grétarsson ÍSL - Jonathan Westerberg SVÍ  1 - 0.
Patrekur Maron Magnússon ÍSL - Henri Torkkola FIN   0 - 1.
C flokkur 1995-96
Hedin Gregersen FÆR - Friðrik Þálfi Stefánsson ÍSL  0 - 1.
Dagur Andri Friðgeirsson ÍSL - Gregor Taube NOR  0 - 1.
D flokkur 1997-98
Jens Albert Ramsdal DAN - Kristófer Gautason ÍSL 1 - 0.
Jón Trausti Harðarson ÍSL - Högni Egilstoft Nielsen FÆR  0 - 1.
E flokkur 1999 og yngri
Dmitri Tumanov FIN - Jón Kristinn Þorgeirsson ÍSL 1 - 0.
Eli W. Finnson FÆR - Róbert Aron Eysteinsson ÍSL.  0 - 1.

Liðakeppnin:
1.    Noregur   5 +  6,5  + 8   = 19,5 vinningar
2-3. Ísland     7  +  5    + 4,5 = 16,5 vinningar
2-3. Finnland  3  + 8,5  + 8   = 16,5 vinningar
4.    Svíþjóð   7,5 + 3,5 + 4    = 15 vinningar
5.    Danmörk 5,5 + 4,5 + 3,5 = 13,5 vinningar
6.    Færeyjar   2   + 2   +  2   = 6 vinningar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband