Fimm vinningar í hús í 2 umferð.

  Nú er annarri umferð hér á Norðurlandamóti ungmenna í skák í Vesterås lokið.  Allir hafa nú lokið sínum skákum.  Í þessari umferð náði Ísland að fá 5 vinninga eftir fljúgandi start í morgun. Ótrúlegustu skák umferðarinnar að þessu sinni átti Dagur Andri sem var kominn þremur peðum undir í endatafli, en náði með stórkostlegum hætti að snúa taflinu sér í vil og vinna.  Félagarnir, Kristófer og Jón Trausti í D flokki sömdu jafntefli eftir 14 leiki.

Úrslit í annarri umferð :
A flokkur 1990-92
Roope Kiuttu FIN - Daði Ómarsson ÍSL  1 - 0.
Sverrir Þorgeirsson ÍSL - Jakob Koba Risager DAN 1/2 - 1/2.
B-flokkur 1993-94
Björn Möller Oschner DAN - Hjörvar Steinn Grétarsson ÍSL 1 - 0.
Patrekur Maron Magnússon ÍSL - Benjamin Arvola NOR   1 - 0.
C flokkur 1995-96
Friðrik Þálfi Stefánsson ÍSL - Simon Ellegård Christensen DAN  1/2 - 1/2.
Joar Öhlund SVÍ - Dagur Andri Friðgeirsson ÍSL  0 - 1.
D flokkur 1997-98
Kristófer Gautason ÍSL - Jón Trausti Harðarson ÍSL  1/2 - 1/2.

E flokkur 1999 og yngri
Benjamin Bräuner DAN - Jón Kristinn Þorgeirsson ÍSL   0 - 1.
Róbert Aron Eysteinsson ÍSL.- Dmitri Tumanov FIN  0 - 1.

Liðakeppnin (samtals vinningar-óstaðfestar tölur)
1. Ísland   12 vinningar
2 Noregur 11,5 vinningar
3. Svíþjóð  11 vinningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband