Björn Ívar Skákmeistari Vestmannaeyja 2010.

  8. umferð Skákþings Vestmannaeyja fór fram í gærkvöldi. Tefld var heil umferð þar sem fram fóru margar hörkuskemmtilegar skákir

  Daði Steinn hafði hvítt á Björn Ívar og tefldist Sikileyjarvörn skv. forskrift. Björn ákvað að fórna peði snemma í byrjuninni en hafði þó ekki fulla trú á fórninni, sennilega þar sem hann er í eðli sínu frekar ,,materíalískur" - eins og það útleggst á slæmri íslensku. Hann fékk þó mjög góð færi fyrir peðið og ákvað að fórna skiptamun í kjölfarið. Hann hefði Daði Steinn sennilega ekki átt að taka ef marka má niðurstöður ,,sílíkongellunnar" Rybku. Kóngur hvíts hraktist út á borðið þar sem svartur fékk mikil sóknarfæri og þegar Daði Steinn var óverjandi mát í 4 leikjum gafst hann upp.

  Sigurjón hafði hvítt á Þórarin Inga, sem tefldi skandinavíska leikinn. Sigurjón fékk mjög rúma stöðu og töluvert frumkvæði þar sem drottning svarts lenti í vandræðum. Það er eitt af því sem svartur verður að vara sig á þegar hann teflir 3...Dd6 - afbrigðið. Drottningin endaði svo á a7 ef ég man rétt og Sigurjón innbyrti sigurinn svo af öryggi skömmu síðar.

  Nökkvi hafði hvítt á Kristófer, sem tefldi Petroffs-vörn. Nökkvi fékk aðeins rýmri stöðu út úr byrjuninni og hefði getað unnið mann mjög snemma en missti af því. Hann fór svo í röng uppskipti og eftir það var Kristófer sennilega kominn með betra tafl.  Kristófer jók svo yfirburði sína smátt og smátt en úrvinnsla í unnu hróksendatafli vafðist fyrir honum og Nökkvi náði jafntefli með mikilli seiglu.

  Stefán hafði hvítt á Sverri í skák umferðarinnar. Upp kom rólyndisleg drottningarpeðsbyrjun sem Stefán tefldi nokkuð óvenjulega. Í miðtaflinu gaf Sverrir honum færi á að fórna manni á h6 sem Stefán gerði umhugsunarlaust, en það má geta þess að Stefán þrífst á flækjum. Fórnin leiddi til óljósrar stöðu þar sem Sverrir hefði sennilega getað þvingað fram jafntefli. Hann tefldi áfram og Stefán vann manninn til baka og stóð uppi með mun betri stöðu sem hann vann af öryggi.  Góð skák hjá Stebba.

  Einar hafði hvítt á Gauta og tefldu þeir Steinitz-afbrigðið í spánska leiknum. Einar fékk snemma mikið rými fyrir mennina sína og Gauti var þvingaður í mjög passíva vörn. Snemma varð ljóst að eitthvað varð undan að láta hjá Gauta og Einar sigldi sigrinum í höfn af öryggi.

  Róbert hafði hvítt á Lárus og tefldu þeir Petroffs-vörn. Lárus hirti eitrað peð á miðborðinu sem leiddi til þess að kóngurinn hans sat fastur á upphafsreit sínum og erfitt var fyrir svartan að koma mönnunum út. Róbert jók yfirburði sína og þá kom að því að Lárus lék af sér hrók og skákinni skömmu síðar. Öruggur sigur.

  Sigurður hafði hvítt á Jörgen, sem tefldi Tarrasch-afbrigðið gegn drottningarpeðsbyrjun. Sigurður fékk fljótlega betri stöðu og eftir drottningarflakk Jörgens lenti frúin fljótlega í vandræðum. Hún sat svo föst og var þá ljóst að svartur varð að gefa hana fyrir ekki meira en mann. Jörgen gafst þá upp.

  Eftir úrslit 8. umferðar er ljóst að Björn Ívar er búinn að tryggja sér sigurinn í mótinu, þar sem hann hefur 1,5 vinnings forskot á Sigurjón sem kemur næstur.  Lokaumferðin fer svo fram á sunnudagskvöld kl. 19:30 og eru áhorfendur velkomnir eins og alltaf.

- BÍK

Úrslit 8. umferðar.

Bo.NamePtsRes.PtsName
1Daði Steinn Jónsson4

0  -  1

Björn Ívar Karlsson
2Sigurjón Þorkelsson5

1  -  0

4Þórarinn I Ólafsson
3Nökkvi Sverrisson

½  -  ½

3Kristófer Gautason
4Stefán Gíslason

1  -  0

4Sverrir Unnarsson
5Einar Guðlaugsson

1  -  0

Karl Gauti Hjaltason
6Róbert Aron Eysteinsson

1  -  0

2Lárus Garðar Long
7Sigurður A Magnússon

1  -  0

2Jörgen Freyr Ólafsson
 Eyþór Daði Kjartansson0

1  -  -

 Skotta

Staðan eftir 8. umferðir:

RankNameRtgPtsBH.
1Björn Ívar Karlsson217534½
2Sigurjón Þorkelsson1885635
3Nökkvi Sverrisson1750537
4Stefán Gíslason165035½
5Einar Guðlaugsson182035
6Sverrir Unnarsson1880438
7Þórarinn I Ólafsson1640436½
8Daði Steinn Jónsson1550435½
9Kristófer Gautason154035½
10Karl Gauti Hjaltason156031
11Róbert Aron Eysteinsson131529½
12Sigurður A Magnússon129028½
13Ólafur Týr Guðjónsson165027
14Lárus Garðar Long1125228
15Jörgen Freyr Ólafsson1110226½
16Eyþór Daði Kjartansson1275126
17Davið Már Jóhannesson1185025

Pörun 9. umferðar - sunnudaginn 14. febrúar kl. 19:30 :

Bo.NamePtsRes.PtsNameSNo.
1Karl Gauti Hjaltason Björn Ívar Karlsson1
2Einar Guðlaugsson 6Sigurjón Þorkelsson2
3Róbert Aron Eysteinsson 5Nökkvi Sverrisson5
4Daði Steinn Jónsson4 Stefán Gíslason7
5Þórarinn I Ólafsson4 4Sverrir Unnarsson3
6Kristófer Gautason Sigurður A Magnússon13
7Lárus Garðar Long2 1Eyþór Daði Kjartansson17
 Jörgen Freyr Ólafsson2  Skotta 

mótið á chess-result


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband