Skákþing Vestmannaeyja - Úrslit 7. umferðar

7. umferð Skákþingsins fór fram í kvöld.

Björn Ívar hafði hvítt á Kristófer og tefldu þeir katalónska byrjun. Björn fékk meira rými og vann fljótlega 2 peð. Með smá fléttu, þar sem hann fórnaði öðru peðinu, tókst honum óumflýjanlega að ná sér í aðra drottningu og vann af nokkru öryggi.

Sverrir hafði hvítt á Sigurjón í skák umferðarinnar. Sigurjón beitti Caro-Kann og svaraði 3. e5-leik hvíts með 3..c5. Sverrir hirti peðið og eftir athyglisverðan drottningarleik svarts tókst hvítum að halda peðinu og fá betri stöðu. Í flækjum miðtaflsins vann Sigurjón peðið til baka en Sverrir hafði framsækin peð á drottningarvæng sem virtust ætla að duga honum til sigurs. Sigurjón þurfti að gefa mann til þess að stöðva peðin og kom þá upp endatafl þar sem Sverrir hafði drottningu, riddara og 3 peð gegn drottningu og 5 peðum svarts. Í hita leiksins, þar sem tími Sverris var af skornum skammti, lék hann hins vegar af sér drottningunni og Sigurjón vann.

Þórarinn Ingi hafði hvítt á Einar, sem tefldi Sveshnikov-afbrigði sikileyjarvarnar. Keppendur þræddu þekkta leið í byrjuninni sem gefur hvítum örlítið betri stöðu. Þórarinn hélt frumkvæðinu og pressaði stíft að nokkuð veikri peðastöðu Einars. Einar hélt hins vegar stöðunni saman og þegar Þórarinn taldi sig ekki eiga neina frekari möguleika sömdu þeir um jafntefli. Við nánari athugun kom hins vegar í ljós að hvítur átti nokkrar sigurmöguleika í lokastöðunni.

Jörgen hafði hvítt á Gauta, sem tefldi sikileyjarvörn, venju samkvæmt. Jörgen tefldi byrjunina prýðilega og virtist vera kominn með nokkuð vænlegt tafl en hann gaf sér ekki nógan tíma og lék af sér nokkrum peðum. Gauti innbyrti svo sigurinn af öryggi. Ungu mennirnir verða af fara að temja sér betri tímanotkun í skákum sínum.

Eyþór Daði hafði hvítt á Róbert og tefldu þeir ítalska-leikinn. Róbert vann peð í miðtaflinu en Eyþór barðist vel og kom sér út í endatafl þar sem svartur hafði nokkra vinningsmöguleika með bestu taflmennsku, án þess að úrslit væru nokkuð ljós. Í vörninni missti Eyþór hins vegar af besta framhaldinu og Róbert innbyrti sigurinn af miklu öryggi.

Tveimur skákum var frestað í 7. umferð og verða þær tefldar á mánudag eða þriðjudag

úrslit 7. umferðar

Bo.NamePtsRes.PtsName
1Bjorn-Ivar Karlsson1  -  03Kristofer Gautason
2Sverrir Unnarsson40  -  14Sigurjon Thorkelsson
3Stefan GislasonfrestaðNokkvi Sverrisson
4Thorarinn I Olafsson½  -  ½3Einar Gudlaugsson
5Dadi Steinn Jonsson3frestaðOlafur Tyr Gudjonsson
6Karl Gauti Hjaltason1  -  02Jorgen Freyr Olafsson
7Sigurdur A Magnusson1  -  02Larus Gardar Long
8Eythor Dadi Kjartansson00  -  1Robert Aron Eysteinsson

staðan eftir 7. umferðir

RankNameRtgPtsBH.
1Bjorn-Ivar Karlsson217526
2Sigurjon Thorkelsson1885527
3Sverrir Unnarsson1880427
4Thorarinn I Olafsson1640425
5Nokkvi Sverrisson175028½1 frestuð
6Einar Gudlaugsson182027
7Stefan Gislason1650261 frestuð
8Karl Gauti Hjaltason156022
9Kristofer Gautason1540326½
10Dadi Steinn Jonsson1550324½1 frestuð
11Robert Aron Eysteinsson131522½
12Olafur Tyr Gudjonsson1650211 frestuð
13Sigurdur A Magnusson129020½
14Jorgen Freyr Olafsson1110221½
15Larus Gardar Long1125220
16Eythor Dadi Kjartansson1275019½
17David Mar Johannesson1185018 

Eins og áður sagði verða frestaðar skákir tefldar á mánudag eða þriðjudag. Áttunda og næstsíðast umferð verður tefld fimmtudaginn 11. febrúar.

mótið á chess-result


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband