Björn Ívar međ örugga forystu á Skákţinginu

Björn Ívar Karlsson er međ 1,5 vinnings forskot á nćstu menn ađ lokinni 6. umferđ Skákţings Vestmannaeyja, sem var tefld í kvöld.    

     Björn Ívar hafđi svart gegn Nökkva og beytti Björn mjög hćgfara og lokuđu afbrigđi  tískuvarnar, eins og hans var von og vísa, og má segja ađ hann hafi ţvingađ sinn stíl upp á Nökkva. Björn vann snemma peđ og jók hćgt á yfirburđi sína en ţurfti ađ hafa fyrir sigrinum. Eftir miklar tilfćringar í lokađri stöđu kom ađ lokum gegnumbrot hjá svörtum og veik peđastađa hvíts lét undan. Björn innbyrti svo sigurinn eftir rúma 40 leiki.

     Sigurjón hafđi hvítt á Dađa Stein sem tefldi Steinitz-afbrigđi Spánska leiksins. Sigurjón fékk rýmri og ţćgilegri stöđu sem sprakk út á réttum tíma og vann hann peđ međ smáfléttu. Hann jók svo frumkvćđi sitt smátt og smátt og sigrađi.

     Kristófer hafđi hvítt á Sverri sem beytti Tískuvörn en tafliđ ţróađist snemma út í nokkurs konar drekaafbrigđi Sikileyjarvarnar. Kristófer sótti snemma á kóngsvćng og virtist á tímabili hafa nokkuđ vćnleg fćri en reynsluna vantađi og smá yfirsjón í endatafli gerđi út um skákina.

     Einar hafđi hvítt á Stefán, sem tefldi Caro-kann. Skákin fór snemma út af ţekktum slóđum en Stefán er einmitt ţekktur fyrir ađ fara sínar eigin leiđir viđ skákborđiđ. Einar vann peđ en viđ ţađ fengu menn Stefáns smá pláss til ađ athafna sig. Hann var ţó undir töluverđri pressu lengst af og varđ ađ lokum ađ fórna manni til ţess ađ forđast mát. Ţar gengu heilladísirnar međ honum í liđ og Einari fatađist flugiđ og tapađi ađ lokum í lengstu, og jafnframt skemmtilegustu skák umferđarinnar.

     Ólafur Týr hafđi hvítt á Ţórarin sem tefldi Benkö-bragđ gegn drottningarpeđsbyrjun hvíts. Ólafur missti af skemmtilegri fléttu í miđtaflinu sem leiddi til mikils og alvarlegs mannsfalls. Í raun átti hvítur aldrei möguleika eftir ţađ og skákinni lauk međ sigri Ţórarins í 22 leikjum.

     Lárus hafđi hvítt á Gauta sem tefldi Sikileyjarvörn, en hann hefur nýlega tekiđ ástfóstri viđ hana. Gauti fékk rýmri stöđu og beindi biskupum sínum og drottningu ađ kóngi Lárusar. Lárus missti svo af smáfléttu sem leiddi til falls drottningarinnar og féll svo konungsríkiđ einnig skömmu síđar.

     Róbert hafđi hvítt á Sigurđ og tefldi Róbert skoska-bragđiđ sem leiđir oft á tíđum til snarpra átaka. Sigurđur hirti peđiđ sem Róbert fórnađi og kom betur út úr byrjuninni. Róbert hafđi opnar línur fyrir mennina sína og vann liđsaflann til baka međ betri stöđu. Honum varđ svo á smá ónákvćmni sem leiddi til ţess ađ Sigurđur átti gangandi ţráskák og lauk skákinni međ jafntefli.

    Jörgen hafđi hvítt á Eyţór sem tefldi byrjunina nokkuđ vel og upp kom jöfn stađa í miđtaflinu. Ţá kom reynsluleysi Eyţórs til sögunnar og hann lék af sér manni og stuttu seinna hrók. Ţá var ekki ađ sökum ađ spyrja og reyndist úrvinnslan Jörgen auđveld.

Sjöunda umferđ verđur tefld nk. miđvikudagskvöld, 3. febrúar kl. 19:30.

Úrslit 6. umferđar:

Bo.NamePtsRes.PtsName
1Nökkvi Sverrisson0  -  1Björn Ívar Karlsson
2Sigurjón Ţorkelsson31  -  03Dađi Steinn Jónsson
3Kristófer Gautason30  -  13Sverrir Unnarsson
4Einar Guđlaugsson30  -  1Stefán Gíslason
5Ólafur Týr Guđjónsson0  -  1Ţórarinn I Ólafsson
6Lárus Garđar Long20  -  1Karl Gauti Hjaltason
7Róbert Aron Eysteinsson1˝  -  ˝1Sigurđur A Magnússon
8Jörgen Freyr Ólafsson11  -  00Eyţór Dađi Kjartansson

stađan eftir 6 umferđir

RankNameRtgPtsBH.
1Björn Ívar Karlsson217524
2Sigurjón Ţorkelsson1885425
3Sverrir Unnarsson1880424˝
4Nökkvi Sverrisson175024
5Stefán Gíslason165023
6Ţórarinn I Ólafsson164022
7Einar Guđlaugsson1820325˝
8Kristófer Gautason1540323
9Dađi Steinn Jónsson1550321˝
10Ólafur Týr Guđjónsson165020˝
11Karl Gauti Hjaltason156020
12Jörgen Freyr Ólafsson1110219˝
13Lárus Garđar Long1125218
14Róbert Aron Eysteinsson131517˝
15Sigurđur A Magnússon129016
16Eyţór Dađi Kjartansson1275018˝
17Davíđ Már Jóhannesson1185018

Pörun 7. umferđar:

Bo.NamePtsRes.PtsName
1Björn Ívar Karlsson 3Kristófer Gautason
2Sverrir Unnarsson4 4Sigurjón Ţorkelsson
3Stefán Gíslason Nökkvi Sverrisson
4Ţórarinn I Ólafsson 3Einar Guđlaugsson
5Dađi Steinn Jónsson3 Ólafur Týr Guđjónsson
6Karl Gauti Hjaltason 2Jörgen Freyr Ólafsson
7Sigurđur A Magnússon 2Lárus Garđar Long
8Eyţór Dađi Kjartansson0 Róbert Aron Eysteinsson

mótiđ á chess-result


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband