Skákþing Vestmannaeyja - úrslit 5. umferðar

  Fimmta umferð Skákþingsins fór fram í kvöld.  Tveimur skákum lauk með jafntefli, annars unnu allir á hvítt í þessari umferð.  Björn vann Sigurjón, þar sem Sigurjón lék af sér peði og tapaði eftir nokkurn þæfing.   Daði Steinn hafði hvítt á Einar og sömdu þeir um jafntefli í stöðu sem Daði Steinn hefði getað unnið.  Mikið efni þar á ferð og ljóst er að menn verða að girða sig í brók þegar þeir mæta drengnum.  Kristófer vann Gauta, þar sem hann náði manni og innbyrti svo vinninginn með góðri tækni.  Ungu mennirnir eru að tefla mjög vel á mótinu.  Þess má geta að Kristófer þurfti að labba heim.  Stefán og Ólafur Týr skildu jafnir eftir nokkuð tíðindalitla skák og Þórarinn Ingi vann Sigurð nokkuð örugglega.  Lárus sigraði Jörgen eftir að sá síðarnefndi lék af sér drottningu fyrir litlar bætur.

Skák þeirra Nökkva og Sverris var frestað og tefla þeir á laugardag. 

Næsta umferð fer svo fram á sunnudagskvöld kl. 19:30

NamePtsRes.PtsName
Bjorn-Ivar Karlsson   1 - 0
3Sigurjon Thorkelsson
Sverrir Unnarsson3 laugardNokkvi Sverrisson
Dadi Steinn Jonsson 1/2 - 1/2
Einar Gudlaugsson
Stefan Gislason2 1/2 - 1/2
2Olafur Tyr Gudjonsson
Kristofer Gautason2   1 - 0
Karl Gauti Hjaltason
Thorarinn I Olafsson   1 - 0
1Sigurdur A Magnusson
Larus Gardar Long1   1 - 01Jorgen Freyr Olafsson
Robert Aron Eysteinsson0   1 - 00Skotta

Röðin.
1. Björn Ívar Karlsson  4,5 vinn.
2. Sverrir Unnarsson 3 vinn. + frestuð
3-6. Daði Steinn, Kristófer, Einar og Sigurjón 3 vinn.
7. Nökkvi Sverrisson 2,5 vinn. + frestuð
8-10. Stefán, Ólafur Týr og Þórarinn 2,5 vinn.
11. Lárus Garðar Long 2 vinn.
12. Karl Gauti 1,5 vinn.
13-15. Siggi, Jörgen og Róbert 1 vinn.

mótið á chess-result


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband