Grunnskólasveitakeppni stúlkna.

  Í gær var foreldrafundur með þeim stúlkum sem hafa áhuga á að fara á Íslandsmót grunnskólasveita, sem áætlað er laugardaginn 6. febr. n.k.
  Við vorum búnir að óska þess við Skáksambandið að mótið yrði fært yfir á sunnudaginn 7. febr., svo við gætum tekið þátt í því án þess að vera yfir nótt eða nætur í Reykjavík.
  Svör eru væntanleg í dag eða á morgun, svo þið fáið fréttirnar fljótlega.
  Ef mótið verður á sunnudeginum, þá verður farið með Herjólfi kl. 8 og síðan ekið beint á mótið og seinni ferð Herjólfs til baka um kvöldið.  Félaginu vantar fararstjóra með stelpunum.
  Þær stelpur sem hafa áhuga á að fara hafið samband við Gauta (s. 898 1067) eða Björn í tíma.  Nú þegar erum við með eina pottþétta sveit, en það er auðvitað möguleiki á að senda tvær sveitir ef þátttaka næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband