Strandhögg Eyjamanna á Suðurland.

  Þá er undirbúningi undir strandhögg okkar Eyjamanna upp á Suðurland í fullum gangi.  Herkvaðningu hefur verið vel tekið í okkar röðum og viðbúið að landganga verði auðveld og fyrirstaða verði lítil fyrr en við nálgumst höfuðstöðvar Haukdæla ; Laugarvatn, enda hafa þar löngum dvalist fræknir menn að fornu og nýju.  Mun þá skerast í rimmu mikla millum manna og ekki ólíklegt að berseksgangur renni á suma af þessum köppum.

   Mótið verður helgina 5-7. febrúar 2010.  Sjá heimasíðu SSON.

  Þeir sem nú þegar eru skráðir :
  Þorsteinn Þorsteinsson (Stonestone)
  Björn Ívar Karlsson (Eyja-Björn)
  Sverrir Unnarsson (Gráni)
  Nökkvi Sverrisson
  Þórarinn I. Ólafsson (Ísbjarnarhrammurinn)
  Stefán Gíslason (Stebbi Gilla)
  Karl Gauti Hjaltason
  Daði Steinn Jónsson
  Kristófer Gautason
  Róbert Aron Eysteinsson

Nokkrir eru að íhuga þátttöku sína : Ólafur Týr, Ægir Páll, Sigurður A og e.t.v. fleiri strákar. 

 http://photos-d.ak.facebook.com/photos-ak-snc1/v313/75/70/841429322/n841429322_727603_6232.jpg Ekki er ólíklegt að mikill fjöldi slíkra skepna mæti augum Eyjapeyja þarna uppi á fastalandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband