Nökkvi Jólaskákmótsmeistari 2013.

  À Jóladag fór að venju fram hið árlega Jóladagsmót Taflfélags Vestmannaeyja.  Eins og öllum er kunnugt er þetta eina skákmótið á landinu þennan dag og menn leggja ýmislegt á sig til að mæta á það.

  Vegna slæms veðurs þetta árið komu færri ofan af landi en oft áður og vegna óvenju saltaðs hangikjöts voru nokkrir af ástsælustu skákmönnum Eyjanna heima í hefðbundnu vatnsbaði.

  En til að gera langa sögu stutta þá mættu sex til keppninnar að þessu sinni og vakti mesta athygli að Jólamótsmeistarinn 2012, Einar Jaxl Sigurðsson var því miður fjarverandi að þessu sinni, en sendi góðar kveðjur.

  Úrslitin urðu þau að Nökkvi Sverrisson sigraði með 7,5 vinninga, annar varð Sigurjón Þorkelsson með 6,5 vinn., en þriðji varð Kristófer Gautason með 6 vinninga.

 Röð KeppendurNSKGSUSGKGH

Vinn

1

Nökkvi Sverrisson

X1,512127,5
2

Sigurjón Þorkelsson

0,5X21126,5
3

Kristófer Gautason

10X1226
4

Sverrir Unnarsson

011X125
5

Stefán Gíslason

1101X14
6

Karl Gauti Hjaltason

00001X1

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband