90 ára afmælismót Taflfélags Vestmannaeyja

  Hinn 26. ágúst 2016 verða 90 ár síðan Taflfélag Vestmannaeyja var stofnað og af því tilefni verður blásið til veglegs afmælismóts helgina 10 til 11. september n.k.

  Öllum skákunnendum er heimil þáttaka í mótinu og reiknað er með auðveldum samgöngum þessa daga til Eyja. En Herjólfur gengur laugardaginn 10. sept. frá Landeyjahöfn kl. 09.45 og komið er til Eyja um kl. 10.30. Akstur frá Reykjavík til Landeyjahafnar tekur tæplega 2,0 klst. og þurfa farþegar og ökutæki að vera mætt 30 mín. fyrir brottför frá Landeyjahöfn. Einnig er unnt að geyma ökutæki á bílastæðum í Landeyjahöfn meðan á dvalið er í Eyjum.

Eftir að skákmótinu líkur er næsta ferð til Landeyjahafnar kl. 18.30 sunnudaginn 11. sept. og sú síðasta þann dag kl. 21.00 um kvöldið.

Tefldar verða níu umferðir, umhugsun 20 mín. á skák auk 5 sek. á hvern leik.

DAGSKRÁ AFMÆLISMÓTSINS

Laugardagur 10. sept. 2016

Kl. 12.00 – 17.00  Fyrstu 5 umferðir afmælismótsins tefldar.

Kl. 17.00 – 18.00  Skoðunarferð með rútu um Heimaey.

Sunnudagur 11. sept. 2016

Kl. 12.00 - 16.00   Síðustu 4 umferðir afmælismótsins.

Kl. 16.30 – 17.00   Mótsslit og verðlaunafhending.

Ekkert þátttökugjald er á atskákmótið né í skoðunarferðina.

Fyrstu verðlaun verða 75 þús. kr., önnur verðlaun kr. 50 þús. kr. og þriðju verðlaun kr. 25 þús. kr.

Nánari upplýsingar um ferðir til og frá Eyjum er að finna á herjolfur.is og gistingu í Eyjum á visitvestmannaeyjar.is  Skráning þátttakenda á mótið á netfangið odalsbondi@gmail.com

Afmælisnefnd Taflfélags Vestmannaeyja


Bloggfærslur 21. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband